Námskeið

Námsráðgjafar standa fyrir námskeiðum sem nemendur geta sótt óski þeir eftir því og fáist næg þátttaka. Eftirtalin námskeið eru í boði.

Prófkvíðanámskeið

Stuðningur við nemendur sem glíma við prófkvíða. Veldur prófkvíði því að þú nærð ekki að gera eins vel og þú getur? Prófkvíði getur verið svo alvarlegur að hann hafi áhrif á færni og getu. Því er nauðsynlegt að læra að ná tökum á prófkvíðanum. Það leiðir til þess að líðan verði betri og ánægja af námi meiri.

Unnið er með fjóra meginþætti:

  • Hvaða aðstæður kalla fram kvíða, slökun.
  • Ósjálfráðar hugsanir, einkenni neikvæðra hugsana, slökun.
  • Tímastjórnun, mikilvægi jákvæðra hugsana, slökun.
  • Prófundirbúning, slökun.

Námstækninámskeið

Stuðningur við nemendur sem vilja hafa gott skipulag í kringum nám og störf.

Unnið er með sex meginþætti:

  • Námshringinn.
  • Tímastjórnun og skipulag.
  • Markmiðssetningu og forgangsröðun.
  • Glósutækni og hugkort.
  • Einbeitingu og virka hlustun.
  • Minni og gleymsku.

Sjálfstyrkingarnámskeið

Stuðningur við nemendur til að efla jákvæðari sjálfsmynd bæði sem námsmenn og starfsmenn framtíðarinnar.

Unnið er út frá sex meginþáttum:

  • Námið, námstækni, tímastjórnun og glósutækni.
  • Kvíði og frestun.
  • Lífsstíll. Hvernig er minn lífsstíll?
  • Persónuleikinn, eiginleikar mínir, sjálfsþekking.
  • Framtíðin, sjálfsmynd, ákvarðanataka og framtíðarmarkmið.
  • Núvitund.
Síðast uppfært 11. júní 2021