Um námsráðgjafa

Rétt vinnubrögð í námi skipta máli og stuðla að árangri.

Námsráðgjafi aðstoðar nemendur með:

 • að skipuleggja námsferilinn.
 • námstækni s.s. námsaðferðir, tímastjórnun, lestraraðferðir og prófundirbúning.
 • leiðsögn og fræðslu um lífsstíl og venjur sem stuðlað getað að aukinni einbeitingu, úthaldi og auknu tilfinningalegu jafnvægi.

Sértæk þjónusta.

 • Persónulegur vandi getur haft áhrif á námsframvindu og árangur í námi.
  • Námsráðgjafar veita nemendum ráðgjöf og stuðning vegna:
   • tímabundinna erfiðleika og eða áfalla
   • erfiðleika í einkalífi
   • streitu og kvíða
   • og annað sem upp getur komið
 • Námserfiðleikar geta haft áhrif á námsframvindu og árangur í námi.
  • Námsráðgjafar veita nemendum ráðgjöf og stuðning vegna:
   • lesblindu
   • stærðfræðierfiðleika
   • ADHD og ADD
   • sérþarfa í námi
   • samstarfs við yfirvöld, sérfræðinga og þjónustuaðila.
 • Einnig nemendum með annað móðurmál en íslensku og tvítyngdum nemendum sem og nemendum sem  hafa dvalist langdvölum erlendis.

Nemendur með greindan námsvanda fá lengdan próftíma en próftíminn er 1 og ½ klst. en allir nemendur fá 2 klst.  Hljóðgerflill er aðgengilegur í prófum.   Séraðstæðum eru í boði í lokaprófum fyrir nemendur með greindan vanda. Önnur séraðstoð er í boði  eftir því sem við verður komið.

Náms og starfsval.

Námsráðgjafar veita aðstoð við náms-og starfsval með:

 • fræðslu og samtali um nám og störf.
 • greiningu styrkleika og veikleika með tilliti til náms og starfa.
 • áhugasviðsgreiningu.

Námsráðgjafar veita upplýsingar um námsframboð og fylgjast með breytingum sem verða á þessu sviði.

Þeir veita nemendum:

 • upplýsingar og ráðgjöf um nám, námsleiðir, námskeið og starfsmenntun.
 • upplýsingar með námskynningum innan skóla og þátttöku og undirbúa nemendur fyrir stærri sameiginlegar námskynningar í menntakerfinu.
 • aðstoð við gagna og upplýsingaöflun.

Samstarf við forráðamenn.

Það gera námsráðgjafar með:

 • því að stuðla að bættu samstarfi heimila og skóla.
 • því að kynna skólastarfið fyrir forráðamönnum.
 • stuðningsviðtölum og leiðsögn við foreldra.

Námsráðgjafar vinna með forráðamönnum nemenda með það að leiðarljósi að skólaganga nemenda verði sem farsælust.

Síðast uppfært 20. mars 2023