Hver erum við

Við Menntaskólann í Kópavogi starfa tveir náms- og starfsráðgjafar, Helga Lind Hjartardóttir (helga.lind.hjartardottir@mk.is) og Helga Sigríður Eiríksdóttir (helga.eiriksdottir@mk.is). Þú getur smellt á nafn námsráðgjafans til að senda honum póst. 

Viðtalstímar: alla daga frá kl. 09.00 – 15.00.

Netfang náms- og starfsráðgjafarinnar er namsradgjof@mk.is

Hlutverk náms – og starfsráðgjafa

  • Náms- og starfsráðgjafar stuðla að velferð nemanda með hagsmuni   þeirra að leiðarljósi.
  • Náms- og starfsráðgjafar  eru talsmaður nemenda og eru bundnir trúnaði. Þeir þurfa þó að rjúfa trúnað ef velferð nemenda er stefnt í hættu.
  • Náms- og starfsráðgjafar eru sérfræðingar. Þeir veita ráðgjöf um nám og störf og aðstoða við náms- og starfsval.
  • Náms- og starfsráðgjafar sinna fyrirbyggjandi starfi með ýmsum hætti t.d. með því að  greina vanda og vísa á aðra sérfræðinga.
  • Náms- og starfsráðgjafar aðstoða nemendur við að auka skilning sinn á eigin stöðu og möguleikum í námi og starfi.
Síðast uppfært 14. ágúst 2023