Íþróttir í MK – Skipulag haustannar 2020

Sporthúsið opnar fyrir alla nemendur MK sem eru skráðir í ÍÞRÓ1AA01SP mánudaginn 7. september og lokar sunnudaginn 6. desember.

Ef þið viljið segja ykkur úr íþróttum eða breyta skráningu íþróttaáfanga þarf það að berast skrifstofunni í síðasta lagi 4. september.

Ef þið stundið íþróttir undir stjórn þjálfara hjá íþróttafélögum eða öðrum líkamsræktarstöðvum en Sporthúsinu (og eruð ekki á afrekssviðinu) þá getið þið sótt um að vera skráð í annan íþróttaáfanga sem heitir ÍÞRÓ1AA01ÞJ. Skila þarf áætlun vegna þessarar íþróttaiðkunar til skrifstofunnar í síðasta lagi 4. september. Þið finnið þessa áætlun á heimasíðu MK undir Nemendur – Íþróttir https://www.mk.is/static/files/ithrottir/aetlun_vegna_ithrotta_haust.pdf

ATH vel! Hægt er að skila þessari áætlun rafrænt á skrifstofuna á netfangið: thjalfun@mk.is

Vegna fjöldatakmarkana þá getur Sporthúsið ekki tekið á móti nemendum MK frá kl. 16:30-19:00 á virkum dögum. Nemendur mega stunda sínar íþróttir í Sporthúsinu og sækja tíma á meðan Sporthúsið er opið fyrir utan þennan háannatíma. Íþróttir eru settar í stundatöflu hjá ykkur á föstudögum en þið ráðið hvenær þið mætið í Sporthúsið fyrir utan áðurgreindan tíma.

Það verða útiíþróttatímar fyrir nemendur MK á vegum Sporthússins á mánudögum kl. 12:00-13:00 og á föstudögum kl. 15:15-16:15. Nemendur verða að skrá sig fyrir fram í þessa tíma hjá Inga í Sporthúsinu fyrir kl. 21:00 kvöldið áður. Nánara fyrirkomulag með skráningu verður auglýst í næstu viku.

Útivist á vegum MK eins og fjallgöngur, hlaup, hjólreiðar og gönguferðir verður einnig í boði fyrir nemendur og verður skráning í það auglýst í næstu viku. Við munum setja upp skipulag fyrir septembermánuð og setja það inn á heimasíðu skólans.

Þeir nemendur sem mæta í útiíþróttatíma, hvort sem er á vegum MK eða Sporthússins, geta fækkað þeim skiptum sem þeir þurfa að mæta í hefðbundna líkamsrækt eða valið að stunda eingöngu útiíþróttir og fá þær metnar sem eina einingu.

Til að standast íþróttir þarf á þessari önn að ná að lágmarki 20 skiptum.