Fimmtudaginn 5. febrúar kl. 16:30 verður kynning á sérnámsbraut MK.
Kynningin er ætluð nemendum í 10.bekk og forráðamönnum/öðrum aðstandendum þeirra. Að kynningunni lokinni verður hægt að skoða húsnæði skólans, ræða við starfsfólk brautarinnar og gestum gefst tækifæri til að fá svör við hinum ýmsu spurningum sem kunna að vakna.
Hér er hægt að sjá frekari upplýsingar um sérnámsbraut MK.
Hlökkum til að taka á móti ykkur!