Lokadagur til að segja sig úr íþróttum eða breyta um íþróttaáfanga er föstudaginn 22. janúar.

Við minnum á að lokadagur til að breyta skráningu íþróttaáfanga er á morgun, föstudaginn 22. janúar. Þær íþróttir sem MK býður upp á núna eru hópíþróttatímar sem fara að mestu leiti fram úti og eru undir stjórn íþróttakennara.

Boðið er upp á alls kyns hreyfingu eins og létta göngu, skokk, hjólaferð, sund, tennis, fjallgöngur og margt fleira skemmtilegt.

Nemendur geta valið þá hreyfingu sem hentar þeirra áhugasviði og getu en þurfa samt að passa að ná að lágmarki 18 skiptum yfir önnina til að ná áfanganum. Ef nemendur vilja frekar stunda íþróttir hjá líkamsræktarstöðvum eða skráðum íþróttafélögum þurfa þeir að skrá sig sérstaklega í þær íþróttir til að fá þær metnar. Sjá nánari upplýsingar um kennslufyrirkomulag íþrótta hér: https://www.mk.is/is/nemendur/um-namid/ithrottir