Tyllidagur 2023

Tyllidagavika MK er í fullum gangi og nær hámarki með Tyllideginum sjálfum og Tyllidagaballinu okkar. Tyllidagaballið verður haldið í Gamla bíó fimmtudaginn 9. febrúar kl. 22:00-01:00 (sjá frétt á heimasíðu mk.is).

Tyllidagurinn sjálfur verður hins vegar haldinn miðvikudaginn 8. febrúar en þá verður skólinn okkar fullur af lífi og fjöri þar sem kennarar og nemendur halda uppi fjölbreyttum stöðvum þar sem nemendum býðst að spreyta sig á ýmiskonar þrautum, læra eitthvað nýtt, syngja, föndra, dansa og skemmta sér saman. 

Dagskráin hefst kl. 08:20 og þau sem eiga að mæta samkvæmt stundaskrá á þeim tíma hefjast þá handa við að safna stimplum. Þau sem eiga að mæta kl. 10:05 mæta þá en það má auðvitað byrja fyrr!

Við mætingu í Orminum fá nemendur þar til gert stimplablað sem er skilað á skrifstofu skólans að deginum loknum merktu nafni og kennitölu nemandans. Á blaðið verður að safna að lágmarki fimm stimplum í fimm mismunandi litum en að sjálfsögðu er enginn hámarksfjöldi stimpla þar sem öllum stendur til boða að flakka um skólann og skemmta sér á hinum ýmsu stöðvum sem þar eru í boði.

Dagskráin stendur frá kl. 8:20 til 15:00 en í hádeginu verður pizzuveisla í Sunnusal í boði NMK