Umhverfisvika

Tilgangur umhverfisdaga er að auka umhverfisvitund nemenda og vekja athygli þeirra á því sem þeir geta sjálfir gert til að vernda umhverfið. Að þessu sinni verður athygli einkum beint að matarsóun og er yfirskrift umhverfisdaganna „Sóun - hvað getum við gert“.

Það er alfarið á valdi kennara á hvaða dagskrárlið er farið hverju sinni. Nemendur mæta því í kennslustundir samkvæmt stundaskrá og þaðan er farið á einstaka dagskrárliði eftir að mæting hefur verið skráð.

Umhverfisdögum lýkur með pylsupartýi og skemmtun í Sunnusal í hádeginu á fimmtudag.

Hér má sjá dagskrá unhverfisdaganna.