Vel mætt á auka kynningu á MK

Þar fóru námsráðgjafi, kennari á afreksíþróttasviði og formaður nemendafélagsins yfir það hvað skólinn hefur upp á að bjóða fyrir væntanlega nýnema og svo var gengið um húsið og skoðað það sem fyrir augu bar.

Almenn ánægja var með heimsóknina og hér fyrir neðan eru glærur sem farið var yfir til upplýsinga fyrir þá sem ekki komust eða þá sem vilja ígrunda betur val sitt á framhaldsskóla næsta haust.

Við hlökkum til að taka á móti nýjum nemendum!


Glærur frá kynningunni