Tveggja þátta auðkenningu (MFA) - uppsetning

Við mælum með:

 1. Fara inn á aka.ms/mfasetup í tölvunni ykkar/ eða þið eru nú þegar lent í skrefi 3.
 2. Skrá ykkur inn með skólanetfanginu ykkar. 
 3. Þá ætti að koma upp að þið þurfið að veita meiri upplýsingar, veljið Next.
   
   
 4. Þá ætt­i að blasa við síða sem heitir Keep your account secure.
  Veljið þar neðst í vinstra horninu I want to set up a different method.
 5. Veljið Phone sem aðferð í næsta skrefi.
    
 6. Veljið +354 sem landsnúmer (gefið að þið eruð með íslenskt númer, annars velji þið það sem á við) og setjið inn símanúmerið á gemsanum ykkar og hakið í Text me a code EÐA Call me (mælum  með)
    
 7. Í næsta skrefi er sendur prufukóði á þig í SMS eða hringt ef þú valdir „Call me“. Setið hann inn og ýtið á Next EÐA svarið og ýtið á # og í næsta glugga á Done.

 

Ef þú vilt frekar nota Authenticator app, þá eru frekari upplýsingar hér:
MFA leiðbeiningar - Menntaský (menntasky.is)

Síðast uppfært 04. janúar 2023