Stöðupróf í norsku og sænsku

Séraðstoð/séraðstæður í lokaprófunum

Skrifstofa og bókasafn lokað milli 14:30 og 15:30

Bakaranemar í Belgíu

Dagana 4.-30. nóvember munu bakaranemarnir Arnór Ingi Bergsson og Hákon Leó Hilmarsson vera við starfsnám hjá konfektgerðinni Valentino í nágrenni Brusselborgar.

Fjöruferð

Nemendur í LÍFF2BB05-Lífríkið fóru ásamt kennara sínum Margréti Sigurðardóttur í fjöruferð í blíðskaparveðri í gær, fimmtudaginn 30. október.

Innritun fyrir vorönn 2020

Umsóknartímabil fyrir innritun á vorönn 2020 verður dagana 1.-30. nóvember. Opið verður fyrir umsóknir á eftirfarandi brautir: - Félagsgreinabraut - Raungreinabraut - Viðskiptabraut - Bakaranám - Framreiðslunám (þjónn) - Kjötiðnaðarnám - Matreiðslunám (kokkur)

Samstarf kennara Menntaskólans í Kópavogi og Gymnasium Teplice

Í byrjun október (6. – 12. okt.) fóru allir stærðfræðikennararnir MK í heimsókn í menntaskólann Gymnasium Teplice í Tékklandi. Var þessi heimsókn upphaf fjórða samstarfsverkefnis þessara tveggja skóla. Samstarfsverkefnið heitir Stafræn hæfni til menntunar eða DCE4.0 - Digital Competences for Education 4.0.

Varðandi rafrettur (vape)

Vetrarfrí

Menntaskólinn í Kópavogi verður lokaður mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. október vegna vetrarleyfis. Nemendur og starfsfólk mæta aftur endurnærð til starfa miðvikudaginn 23. október

Útför Helga Kristjánssonar

Útför Helga Kristjánssonar, aðstoðarskólameistara Menntaskólans í Kópavogi, fer fram næsta föstudag 18. október kl. 11:00 í Hallgrímskirkju. Skrifstofa skólans verður lokuð þennan dag og öll kennsla felld niður.