Kennsluhættir

MK nýtir sér upplýsingatækni í öllu skólastarfi og er öllum nemendum gert að hafa fartölvu til ráðstöfunar þegar þeir hefja nám við skólann. Notast er við námsumhverfið Moodle en ástundun og námsferill er vistaður í INNU.

Mig vantar aðstoð í Innu:

Aðstoðarskólameistari, áfangastjóri eða kennslustjóri.

Mig vantar aðstoð við Moodle:

Tölvuumsjónarmaður eða kennslustjóri.

Mig vantar aðstoð við Turnitin:

Soffía Ófeigsdóttir.

Kennsluáætlanir

Allar kennsluáætlanir eiga að vera komnar inn á Moodle kennslukerfið í fyrstu kennsluviku og skal skilað  í gæðakerfi skólans.

Vettvangsferðir (GAT-119)

Kennurum er óheimilt að taka nemendur í eigin bifreið ef þeir eru yngri en 18 ára, án skriflegs samþykkis foreldra eða forráðamanna.

Samþykki þarf að fá hjá skólameistara eða aðstoðarskólameistara fyrir vettvangsferðum í upphafi annar.

Kennari pantar rútu hjá innkaupastjóra í upphafi annar.

Senda þarf nemendalista með fyrirvara á starfsfólk: starfsfolk@mk.is

Þegar komið er í rútuna þarf að merkja við og senda mynd af viðverulista á mk@mk.is.  Athugið að allir nemendur séu í rútu eftir hvert stopp.

Kennarar geta einnig fengið Klapp-kort í strætó fyrir nemendur á skrifstofu skólans þegar um er að ræða ferðir á vegum hans. Kennarar verða þó að tala við skrifstofustjóra með fyrirvara, ekki er hægt að ganga að því vísu að kortið sé til daginn sem á að fara í ferð.

Bókalistar

Á seinni hluta hverrar annar ákveða kennarar bókalista fyrir næstu önn. Bókalisti er á heimasíðu og í Innu. Forstöðumaður bókasafns sér um uppfærslu. Kennarar þurfa að láta vita ef skrá þarf nýjar bækur á listann. Huga þarf tímanlega að því hvort hafa þurfi samband við bókaforlög til að tryggja að bækur verði fáanlegar þegar kennsla hefst. Bókaforlög bjóða gjarnan upp á kennaraeintök af námsbókum sem kennari getur óskað eftir í gegnum tölvupóst.

Trúnaður

Starfsfólk í framhaldsskóla er bundið trúnaði og óheimilt er að veita persónulegar upplýsingar um nemendur skólans. Minnt er á að upplýsingar um nemendur eldri en 18 ára má ekki gefa neinum að þeim forspurðum.

Síðast uppfært 09. nóvember 2022