Nám og skipulag

Stefnur skólans

Stefnur skólans má finna á heimasíðu skólans undir flipanum "Skólinn" ->  "Hlutverk og stefnur.“

Dagatal skólaársins - sjá hér

 • Upphaf skólaárs: Skrifstofa MK er opnuð að loknu sumarleyfi í upphafi ágústmánaðar. Skólahald hefst með vinnudögum kennara þar sem haldnir eru fundir og undirbúningur fyrir önnina á sér stað.  Kennsla hefst samkvæmt skóladagatali og áhersla er lögð á að nýta kennslustundir vel frá fyrsta degi.
 • Móttaka nýnema, nýnemadagur og nýnemaferð eru viðburðir í upphafi haustannar sem auglýstir eru sérstaklega.
 • Foreldrafundur er haldinn í upphafi haustannar og er auglýstur sérstaklega. Stjórnendur, námsráðgjafar og umsjónarkennarar kynna þar starfsemi skólans.
 • Skólafundur er haldinn í upphafi haustannar og er auglýstur sérstaklega.
 • Vetrarfrí eru tvisvar á skólaári skv. skóladagatali.
 • Árshátíð nemenda er haldin á vorin. Starfsfólk er hvatt til að mæta á árshátíðina.
 • Kópamessa (dimmision) nemenda er haldin í kringum síðasta kennsludag á hausti og að vori. Þá er útskriftarnemum boðið í morgunmat með starfsfólki skólans.
 • Útskriftarathafnir eru haldnar í Digraneskirkju. Starfsfólki skólans er boðið í kaffiveitingar að lokinni athöfn.

Inna og Moodle

 • Inna er upplýsinga- og kennslukerfi fyrir framhaldsskóla og inniheldur upplýsingar um stóran hluta þess sem viðkemur skólagöngu nemenda, t.d. persónulegar upplýsingar, námsferil, skólasókn og stundatöflu.
 • Í Moodle nálgast nemendur kennsluáætlanir og námsefni, fylgjast með skilaboðum frá kennurum, taka kannanir og próf, sækja og skila verkefnum svo eitthvað sé nefnt.
 • Kennarar nota Íslykilinn eða rafræn skilríki til að fá aðgang að Innu. Stundatafla kennara birtist í Innu.
 • Kennarar skrá viðveru nemenda í Innu (í stundatöflu, finna tíma hjá viðkomandi hópi, Fd eða Fv) , M = mæting, S =seinkoma eða F = fjarverandi. Við þessa aðgerð berast nemendum, skrifstofu og stjórnendum upplýsingarnar.
 • Ef nemandi er fjarverandi, sama hver ástæðan er, skráir kennarinn F í Innu. Skrifstofan leiðréttir það síðan ef um leyfi eða veikindi er að ræða.
 • Kennarar skrá miðannarmat: starfsmaður – skrá miðannarmat.
 • Kennarar skrá einkunnir í lok annar: starfsmaður – skrá einkunnir.
 • Umsjónarkennarar fylgjast með mætingu nemenda sinna og aðstoða þá við námsval í gegnum INNU.
 • Áfangalýsingar er að finna á vef skólans. Ef um nýja áfanga (GAT-058) er að ræða eða viðamiklar breytingar á áfanga (GAT-056) er sú vinna unnin í deildum í samráði við stjórnendur.

Nemendaferðir erlendis (GAT-109/110)

 • Kennarar  geta óskað eftir að skipuleggja ferðir með nemendum í samráði við skólameistara.
 • Skólinn tekur ekki þátt í kostnaði vegna ferðanna, en að sjálfsögðu heldur kennarinn launum sínum.
 • Best er að undirbúa slíkar ferðir með góðum fyrirvara og vera jafnvel komin/n með staðfestingu á styrkjum sem sótt er um, allavega til að fjámagna ferðir kennara áfangans. (RANNÍS)
 • Algengast er að nemendur þurfi að safna fyrir sínum ferðakostnaði.

Verkefnatímar

 • Ein kennslustund í viku er skilgreind sem verkefnatími. Þar geta nemendur hitt þá kennara sem þeir vilja og einnig geta kennarar boðað nemendur til sín á þessum tíma.

Valtímabil

 • Valtímabil stendur yfir í eina til tvær vikur á miðri önn. Sendur er út listi á alla kennara skólans með uppsetningu á þeim áföngum sem í boði eru á hverri önn og geta deildir komið með athugasemdir. Hafi einstaka kennarar eða deildir hugmyndir að nýjum áföngum þurfa þeir að vera í sambandi við áfangastjóra.

Frágangsdagar í lok annar

 • Að próftímabili loknu ganga kennarar frá námsmati nemenda og færa inn einkunnir í INNU. Kennarar sjá um frágang og varðveislu á prófum/námsmatsgögnum til skrifstofu . Nemendur sjá lokaeinkunnir í Innu.  Haldin er prófsýning í kjölfarið þar sem nemendur geta komið og séð próf sín og útreikninga á lokaeinkunnum (sjá skóladagatal).

Umsjónarkennarar - Hlutverk og verkefni umsjónarkennara

 • Kennarar sem hafa áhuga á að vera umsjónarkennarar sækja um það til áfangastjóra. Nemendur yngri en 18 ára hafa allir umsjónarkennara. Hlutverk umsjónarkennarans er m.a. að fylgjast með skólagöngu nemenda og veita aðstoð og leiðsögn um hvaðeina sem viðkemur námi nemenda og gengi í skólanum. Umsjónarkennarinn fylgist með ástundun nemenda (raunmæting) og verkefnaskilum, hvetur nemendur til að stunda námið af kostgæfni og leitar leiða til aðstoða þá ef þeir þurfa. Umsjónarkennarinn er í samstarfi við námsráðgjafa og stjórnendur um lausnir fyrir nemendur sem þurfa umfangsmeiri aðstoð.
 • Val og staðfesting á vali hjá nemendum er á ábyrgð umsjónarkennara.
 • Umsjónarkennarar hitta umsjónarnemendur á fundi í einn klukkutíma í viku.
 • Umsjónarkennarar kalla nemendur í viðtal til sín sem fara undir 90% í heildarmætingu m.v. önn og skrá athugasemd í INNU.
 • Umsjónarkennarar eru í samstarfi við námsráðgjafa og/eða aðstoðarskólameistara um erfið mál.
 • Sérstaklega er greitt fyrir starf umsjónarkennara.

Afreksíþróttasvið - Hlutverk og verkefni fagstjóra

 • Öflugt utanumhald er með nemendum á afrekssviði og hafa þeir tvo umsjónarkennara, einn almennan kennara og fagstjóra afrekssviðsins, sem nemendur geta leitað til.
 • Fagstjóri er í samskiptum við íþróttafélög og ÍSÍ og heldur utan um allar leyfisveitingar óski þjálfari eða félag viðkomandi nemanda eftir því.
 • Nemendur bera sjálfir ábyrgð á að upplýsa kennara sína um fjarveru vegna samþykktra leyfa og gera ráðstafanir í samvinnu við þá um hvernig haga skuli verkefnaskilum og e.v.t. prófum.
 •  Fagstjóri, í samstarfi við umsjónakennara/áfangastjóra/námsráðgjafa, hjálpar nemendum að stilla upp námshraða sem hentar hverjum og einum.

Faglegt samstarf kennara

 • Fundir eru haldnir reglulega á fundartíma á mánudögum.
 • Samstarf kennara í deildum skal vera reglulegt.
 • Fundarboð eru send út.

Mat á gæðum kennslunnar - áfangamat

 • Lagt er mat á gæði kennslunnar í skólanum undir lok hverrar annar. Allir áfangar eru metnir með könnun meðal nemenda sem þeir svara í INNU.
Síðast uppfært 14. nóvember 2022