Hvert á ég að snúa mér?

Upplýsingar um þá aðila sem bent er á hér að neðan má finna í listanum um ýmis hlutverk í starfsmannahandbókinni.

Ef ég þarf að fá leyfi á skólatíma:

Kennarar eru vinsamlegast beðnir um að haga málum þannig að fella þurfi niður sem fæstar kennslustundir á skólaárinu. Ef starfsmaður þarf á leyfi að halda (fyllir út GAT-092)  hefur hann samband við eftirfarandi aðila:

  • Kennarar í bóknámi  -> aðstoðarskólameistari (slóð á GAT-092 skjal-miðlægt/rafrænt)
  • Kennarar í verknámi og starfsmenn mötuneytis -> framkvæmdastjóri Hótel og matvælaskólans  (slóð á GAT-092 skjal)
  • Bókasafn, skrifstofa, þjónustuliðar -> skrifstofustjóri
  • Afrekssvið, námsráðgjafar og starfsmenn starfsbrautar -> áfangastjóri (fylla út GAT 092 rafrænt),
  • Aðstoðarskólameistari, áfangastjóri, framkvæmdastjóri Hótel og matvælaskólans, skrifstofustjóri, fjármálastjóri, innkaupastjóri, umsjónarmaður fasteigna, fagstjóri Leiðsöguskólans, kennslustjóri, kerfisstjóri -> skólameistari

Kennarar taka út fullt orlof á sumartíma og því er ekki gert ráð fyrir að þeir fari í leyfi á skólatíma. Í sérstökum tilvikum getur kennari þó sótt um viðbótar orlof á skólatíma en þarf þá að útvega kennara í sinn stað og á sinn kostnað (Kennari sem leysir af þarf að vera innanhús og ekki að kenna á sama tíma). Nánari umbúnaður um slík leyfi eru samkomulag milli kennara og næsta yfirmanns og samkvæmt reglum kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Kennarasambands Íslands.

Ef ég er veik/veikur og get ekki mætt í vinnu:

Allir hringja og tilkynna veikindi á skrifstofu skólans í síma 594-4000 eða senda tölvupóst á skrifstofustjóra (mk@mk.is).

  1. Kennarar skrá einnig veikindi í Innu; -> starfsmaður -> skrá forföll og muna að haka við SMS takkann (pdf leiðbeiningar-hlekkur). Við þessa aðgerð fá nemendur, og stjórnendur upplýsingarnar. Athugasemdadálkur er fyrir skilaboð til skólans og berst ekki nemendum.  Í þeim tilfellum þar sem fleiri en einn kennari kennir einum og sama hópnum og ekki þarf að fella niður kennslu þó að kennari veikist sendir viðkomandi kennari ekki skilaboð um veikindi  á þann hóp í Innu.
    Ef hins vegar tveir kennara eða fleiri eru skráðir á hóp og kennsla á að falla niður þarf að senda SMS á hópinn til að tilkynna að kennsla falli niður, ekki er nóg að gera það í gegnum forföll í INNU.  Kennari hringir (eða sendir tölvupóst á mk@mk.is) og gerir grein fyrir forföllum.
  2. Mikilvægt er að skrá í athugasemdadálk ef um veikindi barna er að ræða (úr kjarasamningi vegna veikinda barna: Foreldri barns, yngra en 13 ára, á rétt á að vera frá vinnu vegna veikinda barna í samtals 12 vinnudaga á hverju almanaksári).

Ef ég þarf að fá skýringu á laununum mínum:

Tala við fjármálastjóra vegna spurninga eða athugasemda við launaseðil, skrifstofustjóra vegna grunnlaunaröðunar, eða skólameistara vegna vinnumats.

Ef ég þarf að ræða um ráðningarmál eða annað sem viðkemur starfinu mínu (t.d. fæðingarorlof, breyting á vinnutíma, launalaust leyfi, veikindaleyfi):

Tala við viðeigandi yfirmann sbr. skipurit.

Ef upp koma vandamál varðandi tölvur eða tæknilega aðstoð í kennslurýmum:

Hafa samband við tölvuumsjón (ut@mk.is)

Ef upp kemur bilun eða skortur á björgum í kennslurými eða annarstaðar:

Hafa samband við umsjónarmann fasteigna (husstjorn@mk.is)

Ég þarf að ræða mál einstakra nemenda - t.d. ritstuldur, erfiðleikar í samskiptum, uppákomur í tímum:

Tala við aðstoðarskólameistara eða skólameistara.

Ég þarf að láta vita af nemendum yngri en 18 ára sem sinna náminu illa eða mæta illa:

Tala við umsjónarkennara nemandans, hann fer með málið áfram til námsráðgjafa ef þurfa þykir.

Ég hef áhyggjur af nemenda sem er eldri en 18 ára og sinnir náminu illa eða mætir illa:

Tala við náms- og starfsráðgjafa.

Ég þarf að vita hvort nemandi er veikur:

Tala við starfsmann á skrifstofu.

Nemenda vantar tölvu að láni:

Senda nemendur niður í upplýsingatækniver/bókasafn (ekki þarf að senda tölvupóst).

Ég þarf að koma upplýsingum inn á vef skólans, á Facebook eða Instagram síðu skólans:

Senda póst á umsjónarmann heimasíðu á:  heimasida@mk.is

Senda póst á áfangastjóra eða skólameistara vegna Facebook og Instagram - Silju Brár vegna matvælaskóla.

Skrifstofa

Opnunartími skrifstofu er mánudaga  -  fimmtudaga 8:00 -16:00 og föstudaga 8:00 -15:00. Lokað er í hádeginu frá 11:45 – 12:45

Opnunartími skólans

Hægt er að vinna frá 07:00 til 22:00 virka daga en um helgar er hægt að vinna í skólanum frá 8:00 - 20:00.

Náms- og starfsráðgjöf

Upplýsingar um náms- og starfsráðgjöf MK má finna hér

Hjúkrunarfræðingur

Nemendur geta bókað tíma hjá hjúkrunarfræðingi með því að senda tölvupóst á mk@heilsugaeslan.is. Hjúkrunarfræðingur er við á fimmtudögum frá 12:00 til 16:00 og á föstudögum frá kl. 08:30 til 13:00.

Slys/óhöpp

Verði kennari vitni að slysi eða næstum slysi ber að fylla út atvikaskýrslu (LSM-047) og koma til stjórnenda.

Öryggishandbók

Síðast uppfært 26. september 2023