SMK - Starfsmannafélag MK
- Greitt er mánaðarlega gjald í starfsmannafélag. Ýmsar samkomur hafa verið haldnar á vegum starfsmannafélagsins, t.d. partý, árshátíð, jólamatur, jólaball fyrir börnin, óvissuferð og gönguferðir. Allar hugmyndir að skemmtilegum atburðum eru vel séðar.
- Starfsmenn skrá sig í félagið, þátttaka er valfrjáls.
- Kosið er í stjórn á skólafundi á hausti.
Stjórn SMK skólaárið 2024-2025:
- Árni Þorvarðarson
- Ásrún Á. Jónsdóttir
- Hermann Þór Marinósson
- Hinrik Carl Ellertsson
- Jóna Bjarnadóttir
- Vanessa G. B. Escobar
KMK - Kennarafélag MK
Hlutverk þess er að:
- Fara með málefni félagsmanna Kennarasambands Íslands er starfa við MK, í samráði við Félag framhaldsskólakennara.
- Standa fyrir faglegri umræðu meðal kennara MK.
- Kjósa fulltrúa á fulltrúafund Félags framhaldsskólakennara, aðalfund Félags framhaldsskólakennara og á þing Kennarasambands Íslands samkvæmt 7. og 8. gr. laga Félags framhaldsskólakennara.
- Kjósa trúnaðarmenn.
- Kjósa fulltrúa í samstarfsnefnd skólans.
Stjórn KMK skólaárið 2024-2025:
- Hrafnhildur Sigurðardóttir, formaður
- Elfa Ingvadóttir, ritari
- Þuríður Helga Guðbrandsdóttir, gjaldkeri
Fulltrúar kennara í skólaráði 2024 - 2025:
- Guðrún Sjöfn Axelsdóttir
- Ægir Friðriksson
Áheyrnafulltrúi kennara í skólanefnd skólaárið 2024 -2025 er Gerður Bjarnadóttir.
Starfsþróunarteymi skólaárið 2024 - 2025:
- Hermann Þór Marinósson
- Helga Lind Hjartardóttir
- Stefán Svavarsson
Trúnaðarmenn skólaárið 2024 - 2025:
Trúnaðarmaður KÍ er tengiliður stéttarfélags og vinnustaðar og starfar í þágu félagsmanna stéttarfélagsins. Hutverk trúnaðarmanns er aðallega að fylgjast með að farið sé eftir ákvæðum kjarasamninga og að réttur starfsmanna sé í hvívetna virtur á vinnustaðnum. Sjá nánar á heimasíðu KÍ.
Trúnaðarmenn kennara 2024 - 2025:
- Eygló Erla Þórisdóttir
- Hinrik Carl Ellertsson
Laun, starfskjör og starfsaðstæður byggja á:
- Kjarasamningi FF og FS við ríki, Efling og SFR.
- Stofnanasamningi
- Aðalnámskrá framhaldsskóla
- Reglugerð um starfslið og skipulag framhaldsskóla 1100/2007
- Lög um framhaldsskóla 92/2008
- Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkissins 70/1996
- Stjórnsýslulög 37/1993
Að lokum eru starfsmenn hvattir til að skoða vef skólans þar sem finna má ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið, s.s. praktískar upplýsingar, fréttir, stefnur og áætlanir ásamt skólareglum og ýmislegt varðandi nám og kennslu á www.mk.is.