Húsið

Umgengni

  • Aðgangskort gefur út Umsjónarmaður fasteigna.
  • Munið að slökkva ljós.
  • Passa að það sem er opnað þarf að loka aftur. Mikilvægt að athuga glugga á vinnuherbergjum kennara og kaffistofu áður en farið er út.
  • Starfsmenn geta fengið læsta skóskápa sem staðsettir eru á göngum – umsjónamaður fasteigna sér um úthlutun skápa og lykla.

Mötuneyti

  • Gott mötuneyti er í skólanum. Það er opið á milli kl. 8:00 - 15:30, föstudaga til kl 14:00. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu. Samlokur, grænmeti, ávextir, skyr og fleira er til sölu í mötuneyti nemenda. Matstofa starfsmanna er á efri hæð í vestur álmu og þar er hádegismatur framreiddur milli kl. 11:45 til 13:00.  Starfsmenn geta keypt klippikort fyrir hádegismat eða greitt fyrir staka máltíð.
  • Matseðill er gerður einu sinni í viku og birtur á heimasíðu skólans.
Síðast uppfært 07. nóvember 2022