Leiðbeiningar fyrir nemendur ef þeir greinast með covid eða þurfa að fara í sóttkví
25.08.2021
Forráðamenn nemenda undir 18 ára, og nemendur 18 ára eða eldri, eiga að tilkynna skólanum strax um covid smit með því að senda skólameistara gudridur.eldey@mk.is og aðstoðarskólameistara hjordis.einarsdottir@mk.is póst með eftirfarandi upplýsingum: Hvenær greinist viðkomandi? Var hann/hún í sóttkví? Hversu lengi á viðkomandi að vera í einangrun? Muna að senda vottorð frá Heilsuveru í viðhengi.