Skipulagsskrá Ingólfssjóðs

1. gr.
Heiti sjóðsins er Ingólfssjóður, kt. 701204-6030- sem er tileinkaður Ingólfi A. Þorkelssyni, fyrsta skólameistara Menntaskólans í Kópavogi. Heimili sjóðsins er í Kópavogi.

2. gr.
Stofnfé sjóðsins er kr. 50.000 * krónur fimmtíuþúsund 00/100. Sjóðurinn aflar tekna með frjálsum framlögum, sölu á merki MK og útgáfu minningarkorta. Móttekin framlög renna til höfuðstóls. Stjórn sjóðsins getur leitað eftir gjafafé og öðrum framlögum frá utanaðkomandi aðilum. Styrkveitingar verða aðeins af ávöxtun sjóðsins. Sjóðinn ber að ávaxta með tryggilegum hætti. Stjórn sjóðsins ber ábyrgð á fjárvörslunni.

3. gr.
Markmið sjóðsins er að efla áhuga nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi á húmanískum greinum. Tekjur sjóðsins eru vaxtatekjur af stofnfé og öðru fé sem sjóðnum áskotnast, gjafir, áheit og annað fé.

4. gr.
Tilgangi sínum hyggst sjóðurinn ná með veitingu viðurkenninga til nemenda sem að mati sjóðsstjórnar leggja mest af mörkum til eflingar húmanísma í MK.

5. gr.
Stjórn sjóðsins skal skipuð skipa fimm mönnum:
Skólameistara MK eða staðgengli hans, sem jafnframt er formaður stjórnar. Tveimur fyrrum formönnum nemendafélags MK, völdum af samtökum fyrrum formanna til árs í senn. Fulltrúa ættingja Ingólfs A. Þorkelssonar, tilnefndum af niðjum Ingólfs. Deildarstjóra félagsgreina/sögu í MK. Stjórn sjóðsins velur gjaldkera eða felur skrifstofustjóra skólans að annast það. Dagleg umsjón sjóðsins annast formaður sjóðsstjórnar. Firmaritun er í höndum gjaldkera. Við ákvarðanir innan sjóðsins, þ.ám. um úthlutun, ræður einfaldur meirihluti stjórnarmanna.

6. gr.
Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Sjóðsstjórn skal semja reikninga fyrir 1. júní ár hvert og skal reikningur samþykktur af tveimur skoðunarmönnum sem sjóðsstjórn tilnefnir úr hópi f.v. formanna.

Stjórnarmenn skulu ekki hljóta þóknun fyrir starfa sinn.

7. gr.
Stofnskrá sjóðsins verður aðeins breytt með samhljóma samþykki stjórnar.
Verði sjóðurinn lagður niður skal eignum hans varið til málefna, sem skyld eru hinu upprunalega markmiði sjóðsins.

Síðast uppfært 06. mars 2019