STE-021 Innkaupastefna

Hagkvæmni, gæði og gegnsæi

Almenn skilyrði fyrir viðskiptum við Menntaskólann í Kópavogi eru að birgjar/viðskiptamenn séu skilvirkir, hagkvæmir og traustir.

Við stærri innkaup (t.d. á stórtækjum eða tölvum) skal Innkaupadeild viðhafa útboð og leita tilboða til a.m.k. þriðja birgja/framleiðanda/þjónustuaðila, eða gera verðkönnun. Mat á tilboðum/verðkönnun er gert í samráði við skólameistara. Öll innkaup og samskipti við birgja/viðskiptamenn eru í samræmi við verkferla á vottuðu gæðakerfi ISO 9001.

Menntaskólinn í Kópavogi leitast við að gera öll sín innkaup á grundvelli rammasamninga um opinber innkaup sem Ríkiskaup gera.

Við innkaup skal tekið tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða. Ef vörur eru sambærilegar að öðru leyti ber að velja þá tegund sem telst síður skaðleg umhverfinu.

Menntaskólinn í Kópavogi starfar í samræmi við umhverfis- og gæðamarkmið HACCP.

Skipulag og umhverfi innkaupa við Menntaskóla Kópavogs, frá greindri þörf til móttöku á vöru, skal vera rafrænt eins og kostur er.

Til grundvallar öllum reglulegum innkaupum á vöru og þjónustu liggja gátlistar ISO 9001, GAT-011 Birgjamatsyfirlit og GAT-071 Þjónustusamningar. Þessir listar eru yfirfarnir af Innkaupastjóra og Skólameistara einu sinni á ári og skal þá leggja mat á frammistöðu viðkomandi birgis/þjónustuaðila.

Að öðru leyti skal haga innkaupum í samræmi við Innkaupastefnu ríkissins.

Síðast uppfært 12. mars 2024