HACCP

HACCP kerfið (áður GÁMES) hefur verið starfrækt sem vottað gæðakerfi í matvælahluta MK síðan árið 2002. Stöðugt er unnið að uppfærslu á gæðakerfi matvæladeildar sem byggir á gildandi matvælalöggjöf í samstarfi við Matvælastofnun. Kennarar við matvæladeildir MK nýta rafræna gátlista til reglulegrar yfirferðar á allri aðstöðu í matvælarýmum. Reglulegt örverueftirlit er framkvæmt bæði innanhús en einnig af utanaðkomandi aðilum. Í framhaldi af birtingu niðurstaðna úr örverumælingum fundar gæðastjóri með fagstjórum allra matvælagreina ásamt innkaupastjóra, fagstjóra, ræstingarstjóra og áfangastjóra verknáms og fara yfir það sem betur má fara og leggja á ráðin um umbætur.

HACCP bæklingurinn

Síðast uppfært 26. ágúst 2021