Jafnréttisnefnd

Í jafnréttisstefnu MK segir: 

Innan MK skal starfa jafnréttisnefnd, sem kosin er á skólafundi til tveggja ára í senn. Í jafnréttisnefnd skuli sitja eigi færri en þrír einstaklingar kennari, starfsmaður og nemandi og gengur annar fulltrúi kennara/starfsmanna úr nefndinni í einu. Hlutverk jafnréttisnefndar er meðal annars að fylgjast með stöðu jafnréttismála í skólanum, móta stefnu og áætlanir skólans í jafnréttismálum og fylgja eftir jafnréttisáætlun skólans. Jafnréttisnefndin skal vera ráðgefandi og setja fram 3 ára aðgerðaáætlun í jafnréttismálum fyrir Menntaskólann í Kópavogi. Þegar tímaramma aðgerðaáætlunar er lokið metur jafnréttisnefndin árangur eftir fyrirframgefnum markmiðum. Hún skrifar skýrslu sem lögð er fyrir gæðaráð skólans sem tekur ákvörðun um framhald mála í samvinnu við nefndina. Samin er ný 3 ára aðgerðaáætlun. Nefndin taki saman tölur um stöðu kynja í skólanum s.s. kynjahlutfall kennara/starfsmanna - kortleggi hvernig staðan er í skólanum og birti niðurstöður í árskýrslu skólans.

Í jafnréttisnefnd sitja skólaárið 2020-2021:

  • María Hjálmtýsdóttir jafnréttisfulltrúi MK
  • Ingibjörg Jónsdóttir 
  • Unnsteinn Hjörleifsson 

 

 

 

 

Síðast uppfært 06. október 2020