STE-009 Forvarnarstefna

Forvarnarstarf á að vera hluti af daglegu starfi sérhvers framhaldsskóla. Menntaskólinn í Kópavogi vill stuðla að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri lífssýn nemenda sinna. Hann leggur því ríka áherslu á vímuvarnir með öflugu fræðslustarfi, sem unnið er undir stjórn forvarnarfulltrúa, með dyggum stuðningi allra forráðamanna og kennara skólans.

Forvarnarstefna MK beinist að eftirfarandi atriðum:

  • Að fá nemendur til að taka ábyrga afstöðu og ákvarðanir varðandi lífsstíl.
  • Að fyrirbyggja neyslu skaðlegra vímuefna.
  • Að stuðla að heilbrigðu viðhorfi til eigin lífs.
  • Að vera virk og fyrirbyggjandi.
  • Að vera jákvæð og heilsteypt.
  • Að efla sjálfstraust og sjálfsmynd.

Markmiðið með forvörnum skólans er:

  • að stuðla að heilbrigði og lífsgleði nemenda MK í námi og leik.
  • að efla heilbrigt félagslíf.
  • að stuðla að fræðslu um leiðir til til heilbrigðs lífs.
  • að hafa til taks upplýsingar um forvarnir og meðferð ungs fólks.
  • að hafa gott samstarf við aðila utan og innan skólans.

Í Menntaskólanum í Kópavogi koma námsráðgjafar einnig að forvörnum. Námsráðgjafar hafa skýra verkferla í viðbrögðum við einelti, móttöku nemenda af erlendum uppruna sem og nemenda með heyrnaskerðingu.

Síðast uppfært 12. mars 2024