Áfangamat

Á hverri önn er gert áfangamat sem er könnun meðal nemenda um kennslu, skipulag, samstarf og vinnu í einstökum áföngum svo og um frammistöðu kennara. Matið er framkvæmt í INNU og eru áfangarnir sem metnir eru settir upp í rafrænu kennsluumhverfi skólans Moodle.
Á hverri önn eru allir áfangar metnir. Eftir áfangamat fundar hver kennari sem fer í mat með skólameistara um það sem vel er gert og það sem betur má fara. Heildarniðurstöður eftir hvert áfangamat eru kynntar á kennarafundi og gefnar út í sjálfsmatsskýrslu í lok skólaárs.

Síðast uppfært 15. mars 2024