Mat á skólastarfi

Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008 (kafla VII) er gert ráð fyrir því að framhaldsskólar innleiði aðferðir til sjálfsmats á sínu starfi þar sem litið er til kennslu og stjórnunarhátta ásamt samskipta innan skólans sem og útávið.

Í dag starfrækir Menntaskólinn í Kópavogi tvö vottuð gæðakerfi annarsvegar ISO 9001 og hinsvegar HACCP gæðakerfi fyrir matvælahluta skólans en bæði eru þessi gæðakerfi reglulega tekin út af utanaðkomandi til þess bærum aðilum. Gæðakerfi Menntaskólans í Kópavogi gera ráð fyrir stöðugu innra mati, eftirliti og umbótum í starfi skólans. Þannig segir í kafla 8.5.1. í ISO 9001 gæðakerfinu „Stofnunin skal stöðugt bæta virkni kerfissins með því að beita gæðastefnunni, gæðamarkmiðum, niðurstöðum úttekta, greiningu gagna, úrbótum og forvörnum og rýni stjórnenda.

Á vorönn 2017 lét mennta- og menningarmálaráðuneytið vinna ytra mat á Menntaskólnum í Kópavogi en þar eru sérstaklega dregnir fram kostir þess fyrir skólastarfið að reka slík viðurkennd gæðakerfi.

Síðast uppfært 20. október 2023