Skólaráð

Skólaráð er kosið við upphaf hvers skólaárs. Í skólaráði sitja tveir fulltrúar kennara, tveir fulltrúar nemenda, skólameistari, aðstoðarskólameistari, áfangastjóri og framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans. Skólameistari er oddviti skólaráðs og stýrir fundum þess.

Skólaráð MK skólaárið 2023 – 2024:

  • María Ben Ólafsdóttir, fulltrúi kennara
  • Unnsteinn Hjörleifsson, fulltrúi kennara
  • Tveir fulltrúar nemenda
  • Guðríður Hrund Helgadóttir, skólameistari
  • Helene H. Pedersen, aðstoðarskólameistari
  • Haraldur J. Sæmundsson, framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans 

Skólameistari boðar til funda. Skólaráð starfar á starfstíma skóla, en heimilt er að kalla það saman á öðrum tíma beri brýna nauðsyn til.

Skólaráð starfar skv. lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, 7. grein .

 

Skólaráð:

  • veitir umsögn um erindi frá skólanefnd, almennum kennarafundi, nemendaráði, einstaklingum, skólameistara og menntamálaráðuneyti sé þess óskað.
  • fjallar um mál sem varða einstaka nemendur. Með slík mál skal farið sem trúnaðarmál.

 

Skólaráð getur vísað erindum sem það hefur fjallað um, ásamt umsögn, til skólanefndar, kennarafundar eða nemendaráðs.

Síðast uppfært 09. apríl 2024