STE-023 Fjölmenningarstefna

Í Menntaskólanum í Kópavogi njóta allir jafnrar virðingar óháð kynþætti, litarhætti, kynferði, trú, stjórnmálaskoðunum, ætterni, fötlun eða félagslegri stöðu.

Kappkostað er að koma til móts við þarfir nemenda af erlendum uppruna með íslenskukennslu og fræðslu um íslenskt samfélag og menningu, aðstoð við heimanám, jafningjastuðningi og öðrum þeim ráðum sem að gagni mega koma til þess að þeim gangi sem best í náminu.

Lögð er áhersla á að styrkur fjölmenningar verði nýttur til góðs fyrir skólasamfélagið.

Síðast uppfært 12. mars 2024