Ingólfssjóður

Árið 1998 stofnuðu brautskráðir stúdentar frá Menntaskólanum í Kópavogi Ingólfssjóð sem tileinkaður var fyrsta skólameistara MK, Ingólfi A. Þorkelssyni. Markmið sjóðsins er að efla áhuga nemenda skólans á húmanískum greinum. Viðurkenning úr sjóðnum var fyrst veitt við útskrift vorið 2005. Reikningur sjóðsins er í Íslandsbanka 0536-14-700084, kennitala 701204-6030. Umsjónarmaður sjóðsins er skrifstofustjóri MK Sigríður Guðrún Sveinsdóttir  sigridur.gudrun.sveinsdottir@mk.is.

 Mynd af Ingólfi A. Þorkelssyni

Síðast uppfært 06. mars 2019