STE-007 Heilsustefna

Heilsan er þín dýrmætasta eign

Menntaskólinn í Kópavogi er heilsueflandi framhaldsskóli og vinnur samkvæmt markmiðum Landlæknisembættisins. Heilsuefling er sameiginlegt verkefni allra í MK; nemenda, starfsmanna og stjórnenda. Stefna skólans er að bæta heilsu og líðan þeirra sem starfa og nema við skólann. Skólinn mun bjóða upp á vinnuaðstöðu, fræðslu og aðstæður sem auka vitund um gildi bættrar heilsu. Jafnframt er lögð áhersla á að hver og einn geri sér grein fyrir ábyrgð á eigin heilsu. Með heilsustefnu á sviði heilsueflingar og forvarna vill skólinn hafa áhrif á allar daglegar venjur og starf í skólanum og stuðla þannig að betri líðan og auknum árangri í námi og starfi.

 

Það eru markmið Menntaskólans í Kópavogi að:

Bjóða nemendum og starfsmönnum hollan og góðan mat í mötuneyti skólans í samræmi við handbók um mataræði í framhaldsskólum.

Stuðla að aukinni neyslu á hollum mat og auknum skilningi á mikilvægi þess að nemendur og starfsmenn tileinki sér hollar matarvenjur.

Hvetja til aukinnar hreyfingar meðal nemenda og starfsmanna og að þeir leggi rækt við eigin heilsu og ástundi heilbrigt líferni. Efla meðvitund um gildi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega heilsu til framtíðar.

Hlúa að andlegri heilsu nemenda og starfsmanna í skólastarfinu til að efla góðan starfsanda og stuðla að jákvæðum skólabrag. Vinna með geðorðin 10 í skólastarfinu.

Stuðla að aukinni meðvitund um gildi heilsuræktar í sem víðustum skilningi. Leggja áherslu á að nemendum og starfsfólki skólans líði vel í starfi og leik og taki upplýsta ákvörðun um hvaða lífsstíl þeir velja sér.

Síðast uppfært 12. mars 2024