STE-022 Alþjóðastefna

Ný menntastefna byggir á sex grunnþáttum menntunar: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindum, jafnrétti og sköpun. Hugmyndir að baki grunnþáttum eiga að endurspeglast í starfsháttum skólans og samskiptum hans við aðila utan hans. Mikilvirk leið til að virkja ákvæði um grunnþætti í skólastarfi eru ýmis samstarfsverkefni við innlenda sem erlenda aðila. Alla þessa þætti má nýta til að virkja félagsleg og menningarleg tengsl nemenda og kennara við samfélög nær og fjær. Sérstaða skólans á sviði ferðagreina og hótel- og matvælagreina auk bóklegs náms til stúdentspróf gerir það að verkum að alþjóðleg tengsl hafa verið og verða áfram að vera driffjöður í eðlilegri þróun fagnámsins. Þar sem lítið er um tækifæri innanlands til samvinnu og sameiginlegrar þróunar á sérsviðum skólans er alþjóðasamstarf á þeim vettvangi nauðsynlegt til framþróunar.

Markmið

Menntaskólinn í Kópavogi leggur áherslu á að

  • Taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi.
  • Styðja nemendur og starfsfólk til þátttöku í fjölþjóðlegum verkefnum.
  • Byggja upp samstarf við erlenda skóla, einkum innan Evrópu.
  • Efla kynningu á erlendum verkefnum.
  • Kynna skólann á alþjóðlegum vettvangi.

Leiðir

  • Hafa alþjóðafulltrúa starfandi innan skólans.
  • Hvetja starfsfólk og nemendur til þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og opna þeim leiðir til þess.
  • Halda reglulegar kynningar á þeim erlendu verkefnum sem unnin hafa verið/eru yfirstandandi innan skólans. Einnig kynna sjóði sem leita má til og möguleika á erlendu samstarfi fyrir starfsfólk skólans.
  • Sækja um styrki til erlendra samskipta eftir áhugasviði starfsfólks, sérsviðum skólans og alþjóðastefnu skólans og markmiðum starfsmenntasviða varðandi starfsnám.
  • Styrkja erlent tengslanet skólans, m.a. með því að auka þátt fagstjóra/kennara einstakra sviða í móttöku erlendra gesta.
  • Meta alþjóðastarf nemenda til eininga. Tengja starfsnám erlendis við ferilbækur iðnnema.
Síðast uppfært 12. mars 2024