STE-004 Leiðarljós MK

Í Menntaskólanum í Kópavogi er lögð áhersla á þekkingu, þroska, þróun og þátttöku í allri starfsemi skólans með hag nemenda og starfsmanna að leiðarljósi.

Menntaskólinn í Kópavogi er menntaskóli í víðasta skilningi, skóli bóklegra og verklegra mennta. Hlutverk skólans er kennsla til stúdentsprófs á bóknámsbrautum, kennsla á iðn- og verknámsbrautum, einkum í matvælagreinum og kennsla ferðamálagreina í dagskóla og kvöldskóla, allt með áfanga- og fjölbrautasniði.

Leiðarljós menntaskólans í Kópavogi eru:

  • Leiðbeina nemendum af festu án þess að teyma þá.
  • Gefa nemendum sýn til allra átta.
  • Kenna nemendum að hugsa fremur en innræta þeim hvað þeir eigi að hugsa.
  • Vera nemendum til fyrirmyndar um fornar dyggðir, iðjusemi, árvekni og stundvísi.
  • Leggja áherslu á hvort tveggja þekkingu og þróun.
  • Hvetja nemendur til virkrar þátttöku í nær- og fjærsamfélagi.
  • Koma hverjum og einum til nokkurs þroska.
Síðast uppfært 12. mars 2024