Rafræn vöktun MK

  1. Tilgangur vöktunar er til að tryggja öryggi nemenda og starfsmanna skólans, koma í veg fyrir þjófnað og eignarspjöll.
  2. Skólinn og lóðin umhverfis hann er vöktuð með eftirlitsmyndavélum.
  3. Við alla almenna innganga skólans  og á lóð hans er spjald með texta um að í skólanum sé virkt eftirlit með myndavélum.
  4. Eftirfarandi aðilar hafa aðgang að myndefni úr eftiritsmyndavélum:
    • stjórnendur
    • umsjónarmaður fasteigna skólans
    • ræstingarstjóri
    • í undantekningartilfellum gæti þurft að leita til þriðja aðila þurfi að bera kennsl á einstaklinga eða greina aðstæður
  1. Myndefni er ekki geymt lengur en í 30 daga nema í sérstökum tilvikum og þá tengt málum sem upp kunna að koma skv. lið 1.
  2. Upptökur eru ekki til opinberar birtingar. Ef nauðsyn krefur þá getur komið til þess að lögreglu sé afhent myndefni eftir því sem persónuverndarlög leyfa.
  3. Einstaklingur/einstalingar sem er/u vaktaður/ir geta fengið að skoða gögn um sig (þ.e. upptökur) nema hagsmunir annarra vegi þyngra.

LSM-035

Síðast uppfært 02. apríl 2024